laugardagur, mars 24, 2007


Noregsferð

Þá er ég kominn heim úr Skíðaferðinni. Við fórum á skíði í Bortehlid í Noregi, var ekkert rosalega mikill snjór og bara ein lyftan opin en það var samt mjög gaman að prófa að skíða aftur hef ekki gert það í há herrans tíð.
Svo fórum við í skoðunarferð um Mandal og fórum til Lindesnes sem er syðsti punktur á fastalandinu. Þar var heilmikið rok, en samt gaman að skoða. Þar er viti og kletturinn sem vitinn stendur á er sundurgrafinn eftir þjóðverjana síðan í stríðinu.

Siglingin aftur til Danmerkur tók heilmikinn tíma, vegna slæms veðurs. Í staðinn fyrir að sigla til Hirthshals þá þurftum við að fara til Frederikshavn. Þegar þangað var komið þurftum við að bíða til miðnættis eftir að veður lægði svo við gætum siglt til hafnar. Veðrið var ekki það slæmt og við fundum ekki fyrir miklum hreyfingum í ferjunni. Þessi sigling tók um 13 tíma í stað 5!

Þá er bara að búa sig til næstu ferðar. þá er stefnan tekinn á Varsjá næsta föstudag.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Reise Reise

Þetta er helst í fréttum:

Nú stendur til að minn leggist í ferðalög, og er stefnan fyrst sett austur á bóginn. Þann 30. mars flýg ég til Varsjár og eyði þar einum eða tveim dögum, svo tek ég lest suður til Krákár, þar sem ég gisti eina nótt. Þaðan til Prag og svo til Dresden og Berlínar áður en ég held heim sunnudaginn 7. apríl. Þetta stefnir í að vera spennandi ferð, ég fer með einum félaga mínum frá Spáníá og svo slást tvær stelpur í hópinn í Varsjá, og vonandi fleiri.

Þetta er ekki allt því um daginn kom upp sú hugmynd að skreppa til Noregs eina helgi og reyna skíðabrekkurnar þar. Ég hef ekki stigið á skíði í háa herrans tíð, vonandi verð ég ekki á rassinum allan tímann.

Ég hef aldrei hjólað eins mikið síðan ég flutti hingað til Danmerkur.