Reise Reise
Þetta er helst í fréttum:
Nú stendur til að minn leggist í ferðalög, og er stefnan fyrst sett austur á bóginn. Þann 30. mars flýg ég til Varsjár og eyði þar einum eða tveim dögum, svo tek ég lest suður til Krákár, þar sem ég gisti eina nótt. Þaðan til Prag og svo til Dresden og Berlínar áður en ég held heim sunnudaginn 7. apríl. Þetta stefnir í að vera spennandi ferð, ég fer með einum félaga mínum frá Spáníá og svo slást tvær stelpur í hópinn í Varsjá, og vonandi fleiri.
Þetta er ekki allt því um daginn kom upp sú hugmynd að skreppa til Noregs eina helgi og reyna skíðabrekkurnar þar. Ég hef ekki stigið á skíði í háa herrans tíð, vonandi verð ég ekki á rassinum allan tímann.
Ég hef aldrei hjólað eins mikið síðan ég flutti hingað til Danmerkur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home