Noregsferð
Um hádegisbilið á morgun verð ég kominn í langt helgarfrí, við fáum nefnilega frí á mánudag og týsdag. Ég var eitthvað að vandræðast með hvað ég ætti að gera í fríinu en það leystist þegar hópfélagi minn stakk upp á því að ég færi með honum til Noregs. Hann er frá Mandal sem er rétt hjá Kristiansand, þannig að þetta verður stutt ferð yfir sundið. Nú er bara að klára að pakka saman og hlakka til ferðarinnar.
2 Comments:
Þær eru líka sætar í Noregi. Gott að leita fanga víðar. Bjórinn er að vísu dýr og því er nauðsynlegt að smygla.
Doddi
10:40 f.h.
júbb ég er með síðu ég er bara ótrúlega léleg að skrifa á hana :) linkurinn er blog.central.is/brynjamaria
2:36 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home