sunnudagur, janúar 14, 2007

Bara tvö eftir


Nú fer ég að vera búinn í þessum prófum, ákaflega verður gaman þá, gaman þá. Líkindafræði á morgun og stýritækni á miðvikudaginn. Eftir það allt saman þarf ég að standa í smá flutningum inn í nýju íbúðina mína. Fór að sækja lyklana hjá húsverðinum og leist bara ansi vel á. Nýja kollegíið er að Bakkagarðsvegi 28 hús B íbúð 12 ef einhver vill kíkja í kaffi og meððí. Þegar það er allt yfirstaðið þá þarf ég að finna mér eitthvað til að drepa tímann þangað til skólinn byrjar aftur kannski ég fari í smá ferðalag, skoði mig eitthað um. Jæja aftur að námsbókunum, þangað til seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home