
Noregsferð
Þá er ég kominn heim úr Skíðaferðinni. Við fórum á skíði í Bortehlid í Noregi, var ekkert rosalega mikill snjór og bara ein lyftan opin en það var samt mjög gaman að prófa að skíða aftur hef ekki gert það í há herrans tíð.
Svo fórum við í skoðunarferð um Mandal og fórum til Lindesnes sem er syðsti punktur á fastalandinu. Þar var heilmikið rok, en samt gaman að skoða. Þar er viti og kletturinn sem vitinn stendur á er sundurgrafinn eftir þjóðverjana síðan í stríðinu.
Siglingin aftur til Danmerkur tók heilmikinn tíma, vegna slæms veðurs. Í staðinn fyrir að sigla til Hirthshals þá þurftum við að fara til Frederikshavn. Þegar þangað var komið þurftum við að bíða til miðnættis eftir að veður lægði svo við gætum siglt til hafnar. Veðrið var ekki það slæmt og við fundum ekki fyrir miklum hreyfingum í ferjunni. Þessi sigling tók um 13 tíma í stað 5!
Þá er bara að búa sig til næstu ferðar. þá er stefnan tekinn á Varsjá næsta föstudag.
3 Comments:
Til hamingju með afmælið elsku Kiddi....
Vonandi áttu góðan afmælisdag :)
Þvílík breyting þegar þú kemur heim til landsins, veiðifélögin orðin full að púkum...
Hlakka til að sjá þig hvenær sem það verður.
1:24 e.h.
Til hamingju með afmælið kæri vinur. Hlakka mikið til að fá þig heim til landsins:-) Vonandi áttu góan dag, ert sennilega staddur í einhverri stórborginni núna að drekka í þig menningu. Góða skemmtun við það!
Kær kveðja
Halla, Doddi og Ágústa María
8:16 e.h.
Takk fyrir kvedjurnar. Er nykominn til Berlinar og buinn ad tjekka mig a hostel. var ad koma frâ Dresden og tharâdur Prag. hef aldrei sjed jafn margar kirkur og kastala â jafn stuttum tima. buid ad vera mjög gaman. Og nu er bara ad fara ad skoda Berlin
Kvedja Kiddi
11:15 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home