föstudagur, janúar 26, 2007

Nýflutti Nonni

Nú er ég fluttur og nýja íbúðin er heilir 36,70 fermetrar brúttó og líst bara þokkalega vel á staðinn. Á laugardaginn var Tour de Chambres sem er svipað og Tour de Skerjó nema hver og einn er með þema í sínu verelsi. Ég sagði einum útlendingnum að við værum með svipað dót heima, nema við hefðum ekkert þema, "we just drink".

Við vorum 10 sem tókum þátt og voru nokkur skemmtileg þemu í gangi. Einn var með suðurjóskt kaffihlaðborð, annar var morfar og bauð upp á kökur og rommtoddý. Í einu herberginu horfðum við á dani tapa fyrir ungverjum og í öðru herbergi var gestgjafinn klædd einsog hjúkrunarkona. Svo var ammælisþema þar sem við drukkum jagermeister í hindberjagosi og jamesbondþema, shaken not stirred. Ég hinsvegar var í lopapeysu og bauð uppá brennivín sem ég hafði keypt í fríhöfninni ef ske kynni að ég skyldi fá gesti í heimsókn. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt.
Nú er ég bara að slæpast, hef verið að ganga frá gömlu íbúðinni í byrjun vikunnar og svo hefur hjólið verið að gefast upp á mér, en það er í viðgerð í þessum töluðum. Svo er partý í kvöld, voða gaman. Það er virkilega erfitt að vera í fríi og vera illa skipulagður. Einn dagur getur farið í að skila pappírssnepli á skrifstofu útí bæ, með tilheyrandi hangsi.

Hvað finnst ykkur um að skrifa útí og einsog í einu orði, er það ljót íslenska?

sunnudagur, janúar 14, 2007

Bara tvö eftir


Nú fer ég að vera búinn í þessum prófum, ákaflega verður gaman þá, gaman þá. Líkindafræði á morgun og stýritækni á miðvikudaginn. Eftir það allt saman þarf ég að standa í smá flutningum inn í nýju íbúðina mína. Fór að sækja lyklana hjá húsverðinum og leist bara ansi vel á. Nýja kollegíið er að Bakkagarðsvegi 28 hús B íbúð 12 ef einhver vill kíkja í kaffi og meððí. Þegar það er allt yfirstaðið þá þarf ég að finna mér eitthvað til að drepa tímann þangað til skólinn byrjar aftur kannski ég fari í smá ferðalag, skoði mig eitthað um. Jæja aftur að námsbókunum, þangað til seinna.