sunnudagur, apríl 15, 2007

Í sól og Sumaryl

Síðasta mánudag kom ég heim úr ferðalaginu. Ferðin var frábær, ég veit ekki hvað margar hallir, kirkjur og sýnagógur við sáum. Kraká og Prag eru alveg ótrúlega fallegar borgir og mjög gaman að vera þar, þó reyndar er Prag kjaftfull af túristum alls staðar. Við byrjuðum ferðina á Varsjá og staðirnir þar sem við heimsóttum voru mjög fallegir þó borgin sjálf sé ekkert svo sérstök. Fyrsti staðurinn sem við heimsóttum þar var Menningarhöllin sem er hæsta bygging í Póllandi og var gjöf frá Stalín til Pólsku þjóðarinnar. Svo heimsóttum við gamla bæinn og konungshallirnar, en kóngarnir þar voru afar glysgjarnir og byggingaglaðir. Einn flottasti staðurinn þar sem við sáum var safn um uppreisnina í Varsjá gegn þjóðverjum, ótrúlega flottar útstillngar, maður einhvern veginn sogast inn í stemmninguna.

á mánudeginum þann 2. apríl lögðum við að stað til Krakár, þangað hef ég komið áður og varð jafn hrifinn af þeirri borg nú og þá. þó virtist vera meira um túrista nú en síðast, enda ekki skrítið því þetta er fyrrum höfuðborg Póllands og mikið um merka staði. Við fórum morgunin eftir að heimsækja Auswich.

eftir að hafa verið í Kraká í tvo daga tókum við næturlest til Prag. Sú borg er mjög flott og hægt að eyða mánuði í að skoða hana alla, við sáum þó það allra merkilegsta.

Siðan var stoppað stutt í Dresden þar sem við fengum leiðsögn frá Cathleen sem var hérna í Álaborg í fyrra, en býr í Dresden. Á nokkrum klukkutímum fengum við séð það merkilegasta þar og stóð hún sig mjög vel enda lærð í ferðamálafræðum.

Berlín var síðasta stoppið og vorum við orðin afar þreytt eftir ferðina. Þar náðum við þó að fara til Potsdam og skoða garðinn keisarans, þar hafði hann byggt nokkur stykki hallir fyrir partístand. Við skoðuðum líka Brandenborgarhliðið og Reichstag, og gengum niður Unter den Linden.

Og nú viku seinna eftir að hafa komið heim er komið algert sumarveður og í kvöld grilluðum við svín og banana með súkkulaði, í góðra vina hópi. semsagt allt fínt að frétta, er þessa dagana að reyna að finna út verkefni fyrir sumarið.

Hér eru myndir af ferðalaginu, og líka ferðinni til Noregs sem ég fór í mars.


1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir, sjá hvað stræti stórborganna eru hrein, þetta er ekki svona fyrir utan héraðsdóm.

Geðslega óðleiðinlegt í útlöndum.

Kveðja
Doddi og Ágústa María

5:26 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home