fimmtudagur, maí 31, 2007

Karnival og próf

Þið hefðuð átt að vera hérna síðasta laugardag. Stærsta Karnival á Norðurlöndunum var haldið hérna í Álaborg, vel yfir 20. þús manns tóku þátt. Skrúðgangan byrjar víða um bæinn snemma um morguninn og sameinast í miðbænum um hádegisbil. Stemmningin var ótrúlega góð, frábært veður og allir voru að skemmta sér hið besta. En auminginn ég var með hálsbólgu og kvef og þurfti að skrifa skýrslu og varð þess vegna að horfa á frá hliðarlínunni. Ég tók mér þó smá frí og kíkti á herlegheitin og smellti af nokkrum myndum, þær eru að finna á picasa síðunni minni.

Nú er stutt í að prófin hefjist en það fyrsta byrjar 5 júní, en svo er ég ekki búinn fyrr en 25. en þá er vörnin fyrir verkefnið. Við kláruðum loksins skýrsluna í gær og skáluðum í kampvíni í tilefni dagsins. En þá er bara að byrja að lesa.

Svo átti Hrafnhildur Ýr afmæli í gær. Til Hamingju með það Hrafnhildur mín, og kærar kveðjur heim.

1 Comments:

Blogger Ofurhjúkka said...

Takk fyrir afmæliskveðjuna Kiddi minn, er greinilega ekki nógu dugleg að skoða bloggin.... vonandi kemuru nú á Ísafjörð að hitta okkur vinina, Halla og Doddi verða nú hér í allt sumar, ég er hér og hafdís o.fl. o.fl.....
Nóg af gistiplássum :)
Gangi þér vel í prófunum og góða ferð heim á klakann

1:13 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home