Nýflutti Nonni
Nú er ég fluttur og nýja íbúðin er heilir 36,70 fermetrar brúttó og líst bara þokkalega vel á staðinn. Á laugardaginn var Tour de Chambres sem er svipað og Tour de Skerjó nema hver og einn er með þema í sínu verelsi. Ég sagði einum útlendingnum að við værum með svipað dót heima, nema við hefðum ekkert þema, "we just drink".
Við vorum 10 sem tókum þátt og voru nokkur skemmtileg þemu í gangi. Einn var með suðurjóskt kaffihlaðborð, annar var morfar og bauð upp á kökur og rommtoddý. Í einu herberginu horfðum við á dani tapa fyrir ungverjum og í öðru herbergi var gestgjafinn klædd einsog hjúkrunarkona. Svo var ammælisþema þar sem við drukkum jagermeister í hindberjagosi og jamesbondþema, shaken not stirred. Ég hinsvegar var í lopapeysu og bauð uppá brennivín sem ég hafði keypt í fríhöfninni ef ske kynni að ég skyldi fá gesti í heimsókn. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt.
Nú er ég bara að slæpast, hef verið að ganga frá gömlu íbúðinni í byrjun vikunnar og svo hefur hjólið verið að gefast upp á mér, en það er í viðgerð í þessum töluðum. Svo er partý í kvöld, voða gaman. Það er virkilega erfitt að vera í fríi og vera illa skipulagður. Einn dagur getur farið í að skila pappírssnepli á skrifstofu útí bæ, með tilheyrandi hangsi.
Hvað finnst ykkur um að skrifa útí og einsog í einu orði, er það ljót íslenska?
4 Comments:
útí og einsog er í góðu lagi, ammæli síðra. Annars virðist allt leyfilegt á netinu. Fer sennilega til Pétursborgar næsta haust tek þig með.
Bestu kveðjur
Doddi.
11:40 f.h.
Ég held að á netinu eigi eftir að þróast nýtt íslenskt ritmál, bráðum förum við að skrifa "eikkað" einsog er vinsælt hjá unga fólkinu, ha.
Pétursborg hljómar ansi vel, ertu kannski að fara að stofna bruggverksmiðju. Svo gætirðu komið aftur til Íslands sem ríkur maður og ef til vill keypt svosem eitt stykki banka.
2:03 e.h.
Hæ Kiddi, "datt" hérna inn af síðunni hennar Höllu. Gaman að lesa að danirnir séu svona sniðugir og við í HÍ, við skemmtum okkur nú ekki lítið í Tour de Skerjó hérna um árið;) Alla veganna, ég á örugglega eftir að kíkja hérna aftur við tækifæri. Hafðu það gott í Danaveldi. Kærar kveðjur frá Sviss, Heiða (ex frönsku nemi á 4. hæðinni á Skerjó;))
1:28 e.h.
Hvernig væri að vera duglegri að blogga Kiddi minn,alltaf er gaman að lesa skemmtilegt blogg með Eyrarstígs húmor.
kveðja ?????
12:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home