
Játningar
Kæru vinir ég þarf að gera játningu. Ég hef verið hér í danmörku í rúman mánuð og ekki hagað mér eins og íslendingi sæmir. Ég var fyrst núna að kaupa fyrsta kassann af bjór. Ég veit að sum ykkar geta ekki orða bundist yfir þessu en ég mun gera bragarbót á þessu og lofa að eiga nóg í ískápnum ef eitthvert ykkar skyldi kíkja í heimsókn. Og bráðum kemur betri tíð, með bjór í maga eins og skáldið sagði.
Kassinn kostaði krónur 127 og 50 aura danska, innifalið í því er skilagjald krónur 42 og 50, þannig að í heildina kostar bjórinn 85 krónur sem í íslenskum er 986,94 krónur íslenskar sem gerir 33 krónur íslenskar fyrir stykkið!
Á morgun er ég að fara í hjólaferð eitthvert út úr borginni, það er spáð rigningu þannig að áðan keypti ég mér regnjakka, svo að það ætti ekki að væsa um kallinn.
3 Comments:
hæhæ var að þvælast um á netinu og lenti hér af tilviljun. Góð síða og gaman að geta fylgst. kveðja Brynja frænka
1:53 e.h.
Hæ Brynja
gaman að heyra í þér, ert þú ekki með síðu sjálf sem ég get linkað á
3:09 e.h.
Kassinn á þúsara, það er gott. Og mundu bjór er ríkur af steinefnum og B-vítamínum.
Doddi
1:02 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home