Nú er ég loksins kominn til Álaborgar og búinn að koma mér fyrir í íbúðinni. Flugið gekk ljómandi vel og síðustu daga hef ég verið í góðu yfirlæti hjá Didda og Helle. Diddi er búinn að sýna mér bæinn og koma mér inn í kerfið. Ég er búinn að prófa almenningsvagnana hér og komst að því að ég þarf bara að taka einn vagn beint í skólann sem er geggjað.
En nú er ég bara að bíða eftir að skólinn byrji á föstudaginn, þá þarf ég að ræsa mig upp fyrir allar aldir og vera mættur klukkan átta fyrir utan stúdentamiðstöðina og borða morgunmat með verðandi samnemendum mínum.
5 Comments:
Hæ hæ Kiddi!
Gott að allt gengur vel hjá þér og gaman að geta fylgst með þér hér á vefnum.
Kær kveðja
frá mér og Dodda.
1:38 e.h.
á ekkert að blogga meira um dvölina í Álaborg???
4:26 e.h.
Ég segi það...þú hefur örugglega frá einhverju að segja eftir rúmar tvær vikur, e-rja djammsögu eða eitthvað????
1:37 e.h.
Gott að vita að allt gangi vel hjá þér í útlandinu. Hvernig gengur annars að vakna fyrir allar aldir? Þú ert nú ekki kallaður hvíti hrafninn fyrir ekki neitt:)
Kveðja frá okkur Shiran og Jón Gunnari
11:56 f.h.
Þetta er allt að koma stúlkur mínar
11:06 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home